Maður er manns gaman og lífrænt ræktað.

24.06.2008
Ágæti félagi. Þá liggur dagskrá þings YEHÍ fyrir , eins og fram kemur í meðfygjandi skjali þá ætlum við að vera á Hótel Geysi í Haukadal http://www.geysircenter.com Gisting, matur og þátttökugjald er aðeins 19.000 krónur og greiðist viðskráningu. Þeir sem ekki gista greiða 10.000 kr. Makar eru velkomnir og borga sama gjald 19.000 krónur. Þeir sem skulda félagsgjald fyrir árið verða rukkaðir um það líka.

Þátttaka tilkynnist fyrir 13 apríl til Maríu Sigurðardóttir í síma 8245671 eða á netfangið masig@landspitali.is

Gott væri að láta vita hverjir vilja vera saman í herbergi

Þeir sem hringt hefur verið í þurfa líka að tilkynna sig.

Dagskrá  

Föstudagurinn 4 maí.

Mæting á Hótel Geysi í Haukadal  kl. 10.00

Skráning á þingið.

Ath staðgreiða verður þinggjöld.

11:00 Aðalfundur – YEHÍ

Dagskrá aðalfundar :

·        Fundur settur

·        Skipaður fundarstjóri og fundarritari.

·        Skýrsla stjórnar frá síðastliðnu ári.

·        Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

·        Kosning varaformanns til tveggja ára.

·        Kosning ritara.

·        Kosning meðstjórnenda.

·        Kosning eins varamanns.

·        Kosning eins skoðunarmanns.

·        Félagsgjaldið ákveðið.

·        Kynning nýrra félaga.

·        Önnur mál.

Kl. 12:00

Léttur hádegisverður.

Kl 13:00 – 17 :00

Námskeið ” Samstarf og samskipti”

Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur

Viðurkenningarskjöl verða fyrir setu á þessu námskeiði.

Kl 17:00 – 18:00

Útivist – eftir veðri.

Kl 18:00

Frjáls tími.

Kl 19:30

Kvöldverður á Hótel Geysi.

Laugardagurinn 5 maí .

Kl  09:00

 Morgunverður.

Kl 10:00

Stefnumótun á öld lífrænnar þróunar:

Uppruni hráefna, aðferðir við framleiðsu, umhverfis- og heilsufarsáhrif

Gunnar Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns.

Kl 11:30

Léttur lífrænn hádegisverður.

Kl 12:30

Farið með rútu í vettvangsheimsókn að Akri þar sem lífræn ræktun fer fram   

og í heimsókn í Stafholt en  þar er sjálfbær lífrænn búskapur.

Kl 16:00

óvænt uppákoma.

Árshátíð YEHÍ  á Hótel Geysi 

19:00

Fordrykkur - Hátíðarkvöldverður.

                                     

Sunnudagurinn 6 maí .

Kl 10:00

Morgunverður – Heimferð.