Aðalfundur Yehí 2014
10.10.2014Aðalfundur Yehí 2014 var haldinn á Gistihúsinu Heimi í Vestmannaeyjum föstudaginn 19 október s.l auglýstur fundartíma var kl.10.00 en ákveðið var að fresta fundi til kl 16.00 þar sem nokkurir fundarmanna voru á leið með Baldri og yrðu því ekki kominn fyrr en um 11.00. Anna Rósa formaður setti fund og fór yfir dagskránna og síðan var Ævar Austfjörð kosinn fundarstjóri og Tómas Sveinsson fundrritari. Nú á þessum fundi voru venjuleg fundarstörf svo sem lestur fundargerðar, skýrsla stjórnar og farið yfir endurskoðaða reikninga félagsins, kynntir nýjir félagar sem eru tveir að þessu sinni Ómar Bjarki frá Borgarnesi og Ása Sif frá Vestmannaeyjum.
Kosið var um eftirfarandi stjórnarmenn: Garðar Halldórsson var kjörinn féhirðir áfram, María Sölvadóttir var kosin meðstjórnandi og varamaður var kosinn Gestur Elíasson, einnig var samþykkt að kjósa Jóhann Sveinsson og Guðrúni Kristínu sem skoðunarmenn reikninga ef þau samþykkja það en þau voru fjarverandi. Kosið var um nýjan formann en Anna Rósa gefur ekki kost á sér áfram og var óskað eftir framboði sem kom ekki úr sal, en varaformaðurinn okkar Eyjólfur Kolbeins er tilbúinn að taka þetta að sér en ekki samt frá og með þessum fundir þar sem hann er fjarverandi og var það tillaga sem var samþykkt að Anna Rósa myndi sitja í einhverja mánuði þangað til Eyjólfur er tilgbúninn. Undir liðnum önnur mál var aðeins farið í að víkka út félagið og fjölga, tekin umræða um næsta þingstað 2016 en á næsta ári verður við í Reykjavík, nokkurar hugmyndir komu fram en að lokum er það stjórnin sem tekur ákvörðun. Anna Rósa tók til máls og þakkaði fyrir sig en hún gefur ekki kost á sér áfram en sagði þennan tíma hafa verið ánægjulegan í þessu formannsstarfi.
Fundastjóri sleit síðan fundu um 17.10




