Aðalfundur YEHÍ 2015

30.10.2015

Aðalfundur YEHÍ haldinn á Nordica Hilton í Reykjavík í morgun fimmtudaginn 29 Október

Eyjólfur Kolbeins formaður setti fund stundvíslega kl 10.00 og farið var strax í hefðbundin

fundarstörf, Anna Rósa Magnúsdóttir var kosin fundarstjóri og eftir að hún hafði tekið 

við stjórninni var komið að ritara að lesa fundagerð síðasta aðalfundar sem var á síðasta ári

í Vestmannaeyjum. Formaður las skýrslu stjórnar og Garðar féhirðir fór yfir reiknina síðasta árs

sem voru samþykktir eftir nokkurar fyrirspurnir. Kosningar

stjórnarmanna voru næst á dagskrá 

og er skemmst frá því að segja að Ingvar Jakobsson og Tómas Sveinsson voru kosnir til áramhaldandi

stjórnarsetur og endurskoðendur reikninga voru samþykktir áfram en það eru þau Guðrún og Jóhann

Stjórnin lagði fram að hafa félagsgjald óbreytt og var það samþykkt. Einn nýr félagi var kynntur til leiks

en það er Gunnar Jósson frá Reykjalundi.

Undir liðnum önnur mál viðraði Eyjólfur þá hugmynd að hafa næsta þing á Akureyri að ári og þá

á samatíma og norðanmenn eru með sýninguna Logal Food og einnig vantar góðar hugmyndir af

þinghaldi fyrir 2018 sem er afmælisár hjá okkur. Eyjólfur sagði jafnframt frá því að hann væri  búinn

að fá leyfi til að mæta á fund foráðamanna heilbrigðisstofnanna til að kynna félagið okkar og til stendur

að útbúa smá bækling til kynningar á félaginu. Góðar umræður urðu í framhaldi um aðferðir til að fjölga

félögum hjá okkur og að því loknu var góðum aðalfundi slitið.

 

TS.