Aðalfundur YEHÍ 2018

03.10.2018

Aðalfundur félagsins var haldinn á Stracta Hóteli á Hellu s.l föstudag 28 september. Þetta var góður fundur á þessu 20 ára afmælisári félagsins en alltaf viljum við sjá fleiri félaga mæta. Eyjólfur Kolbeins setti fund kl 10.30 og bauð alla velkoma og þakkaði þeim Inger og Sigurborgu fyrir góða skipulagningu og sagði að við ættum ánægjulega helgi saman. Aævar Austfjörð var kjörinn fundarstjóri og Tómas Sveinsson fundarritari. Ánægjulegt var að kynna sex nýja félaga til leiks í félagið okkar. Síðan hófust venjuleg fundarstörf svo sem fundagerð síðasta fundar, ársreikningur félagsins borinn upp, formaður fór

yfir starfið á líðandi starfsári, og lagabreytingar voru samþykktar. Eyjólfur Kolbeins var endurkjörinn formaður og Garðar Halldórsson endukjötinn gjaldkeri.
Undir liðunum önnur mál fór Sigurvin Gunnarsson lauslega yrir sögu félagsins. Góðar umræður urðu um hin ýmsu málefni sem fram komu undir þessum lið og síðan sleit formaður fundi og boðaði til næsta dagskrálið þingsins, sem yrði á Hvolsvelli.

 

 

Myndir í MYNDASAFNI