Aðalfundur á Hrafnistu 2025
14.11.2025Aðalfundur félagsins var haldinn í fundarsal Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 13 nóvember og var mæting ekki nógu góð aö okkar mati en eins og sagt er var fámennt en góðmennt.
Formaður félagsins Eyjólfur Kolbeins setti fundinn stundvíslega kl 09:30 og bauð félagsmenn velkomna til fundar og hóf síðan dagskrá á venjulegum fundastörfum með því að bera fram tillögu að fundarstjóra og fundarritara og stakk öllum að
óvörum uppá Birni Ólafssyni sem fundarstjóra og Tómasi Sveinssyni sem fundarritara og var þessi tillaga samþykkt.
Næst las Tómas Sveinsson ritari upp fundagerð frá síðasta aðalfundi sem haldinn var á Hótel Íslandi í Reykjavík og að loknum lestri þessarar fundagerðar var hún borin upp og samþykkt án athugasemda.
Undir liðnum skýrsla stjórnar kom Tómas aftur upp að beiðni Eyjólfs formanns og fór yfir skýrslu stjórnar og það sem hafði komið til tals þetta starfsárð en stjórnin hittist aðeins einu sinni á milli aðalfunda.
Garðar Halldórsson gjaldkeri félagsins kom næstur upp og fór yfir reikninga síðasta árs og miðað við hversu fáir hafa starfað og greitt félagsgjöld og auglýsingaöflun verið í lágmarki er fjárhagsstaða félagsins nokkuð góð. Reikningarnir voru að þessu loknu bornir upp og voru samþykktir með öllum greiddum aðkvæðum eða samhljóða.
Farið var aðeins yfir stöðu félagsins og fjölgun félaga og eftir góða skoðun þá eru mörg sóknarfæri hjá okkur og veður farið strax í það að búa til kynningarefni fyrir félagið til að fara með út í stofnanir og sækja fleiri félaga. Þetta var góður fundur og málefnalegur þó svo að mæting hefði mátt vera betri en nú spýtum við í lófana og komum öflug að ári þega sýningin Stóreldhúsið er í gangi.
TS.








