Heimsókn til Lindsay

19.11.2025

Góðum fimmtudegi hjá okkur félagsmönnum YEHÍ lauk seinnipart dagsins með heimsókn til Lindsay heildverslun en þetta frábæra fyrirtæki sýnir félaginu mikla góðvild og bíður okkur í heimsókn til sín ár eftir ár. Þetta er gamalt og rótgróið fyrirtæki sem stofnarð var af skotanum John Lindsay árið 1924 og hefur fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg jafnt og þétt en í upphafi var fyrirtækið umboðsverslun. Lagerhald og vörudreifing var því í 

lágmarki. Þá var sala á byggingarvörum fyrirferðamest í sölu fyrirtækisins þó matvaran hafi þó alltaf fylgt með frá upphafi. Stefán flutti okkur ávarp og bauð síðan ásamt starfsfólki sínu okkur uppá frábæra veitingar sem var búið að framreiða fyrir okkur og síðan sagði hann okkur frá þvi að
Lindsay hefur fest kaup á fyritækinu Kryddhúsið en það var stofnað árið 2015 af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Þau sameinuðu ástríðu sína fyrir kryddum og hollum mat. Árið 2024 festi John Lindsay ehf. kaup á fyrirtækinu og sameinaði það matvælaframleiðandanum Agnari Ludvigssyni ehf. sem einnig er í eigu Lindsay. Agnar Ludvigsson ehf. er meðal annars þekkt fyrir framleiðslu á vörumerkjum á borð við Royal lyftiduft, Royal búðinga og Bezt á kryddin, sem hafa verið hluti af íslenskri matarhefð í áratugi.
Kryddhúsið er stolt af því að bjóða upp á yfir 90 tegundir með fjölbreytt úrval af hágæða kryddum og kryddblöndum frá hinum ýmsu heimshornum, ásamt heilu og möluðu hágæða kryddi. Hráefnin eru náttúruleg, ómeðhöndluð, án msg, án ilikon díoxíðs og án allra aukefna þar sem nostrað hefur verið við hverja tegund fyrir sig til að ná fram einstakri bragðupplifun. Með metnað og ástríðu fyrir gæðum höldum við áfram að veita viðskiptavinum okkar það allra besta.
Við fengum frábæra kynningu á kryddunum og hvernig best þau njóta sín við matargerð með góðri sýnikennslu og sá Omry um þá hlið að alkunnri snilld og fengum við að smakka á því sem hann var búinn að matreiða úr kjúklingi, grjónum, grænmeti og má segja að þetta olli ekki vonbrigðum frábæra vörur þarna á boðstólum en kryddin fást í flestum matvöruverslunum um land allt.
Við félagsmenn í YEHÍ þökkum fyrir frábærar móttökur og alla þá velvild sem Lindsay hefur sýnt okkur á undanförnum árum en þetta samstarf er ómetanlegt.

TS.