Skólamatur í Reykjanesbæ !

20.11.2025

Við hófum föstudaginn á því að mæta við Grand Hótel í Reykjavík og þar beið okkar langferðabifreið og stefnan var tekinn á Reykjanesið og byrjað var á því að skoða fyrirtækið Skólamat sem er frábært fyrirtæki sem framreiðir allt að 17 þúsund matarskammta á dag í skóla á Suðurnesjum og höfðuborgarsvæðinu.
Fyrirtækið Skólamatur ehf. var stofnað í 

janúar 2007 en áður hafði Matarlyst ehf. rekið skólamötuneyti sem eina einingu innan fyrirtækisins. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri. Áhugi Axels fór að beinast að heitum skólamáltíðum eftir setu hans í skólanefnd Keflavíkurbæjar 1990. Út frá reynslu sinni þróaði hann viðskiptahugmynd sem varð að veruleika 1999 þegar hann hóf að bjóða börnum í leik- og grunnskólum upp á hollar máltíðir, sérstaklega ætlaðar orkumiklum krökkum sem hafa þörf fyrir næringarríkan mat í erli dagsins. Nú hafa börn Axels tekið við keflinu af föður sínum og reka fyrirtækið Skólamat. Jón Axelsson er forstjóri og Fanný Axelsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðs-og markaðssviðs. 
Hjá Skólamat starfa um 260 starfsmenn á um 130 starfsstöðvum á suðvesturhorni landsins. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í fimm ár eða lengur hjá fyrirtækinu. Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Áhersla er lögð á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Við fengum gíða kynningu á fyrirtækinu hjá Jóni og snæddum dýrindis hádegisverð í matsal fyrirtækisins en þarna er allt upp á tíu hvað skipulag og aðstöðu varðar.
Við þökkum Jóni og hanns fólki hjá Skólamat kærlega fyrir frábærar móttökur.

TS.